Draumahöggið er árlegur viðburður haldinn af Einherjaklúbbnum í samstarfi við Nesklúbbinn og helstu styrktaraðila.
Kylfingar sem hafa farið holu í höggi á tímabilinu 1. september til 31. ágúst og hafa samþykkta skráningu hjá Einherjaklúbbnum hafa unnið sér rétt til þáttöku á því ári sem Draumahöggið er haldið.
Hver kylfingur fær möguleika á að slá eitt högg á par 3 holu og vinna sér inn þau verðlaun sem eru í boði hverju sinni. Aðeins eitt högg er fyrir hvern kylfing óháð fjölda hola í höggi á tímabilinu.